Bæjakeppni Funa

Bæjakeppni Funa var haldin á Melgerðismelum á Jónsmessunni, en þá voru 45 ár frá því fyrsta bæjakeppnin var haldin. Bæjakeppnin er mikilvæg tekjuöflun fyrir félagið og þökkum við öllum þátttakendum kærlega fyrir stuðninginn. Niðurstöður keppninnar fylgir hér með.

Melgerðismelar 2023

Opið gæðingamót Funa og úrtaka fyrir fjórðungsmót fór fram á Melgerðismelum 18. júní s.l. Niðurstöður mótsins fylgja hér með.

Tölt og kappreiðar

Haldin var töltkeppni og kappreiðar á Melgerðismelum 16. júní s.l. Unnið var við að endurnýja snúrur á kappreiðavellinum alveg fram á seinustu stundu, en mótið gekk ágætlega í blíðaskaparveðri. Niðurstöður mótsins fylgja hér með.

Opið gæðingamót Funa 16. og 18. júní

Föstudaginn 16. júní kl. 18.00 verða kappreiðar og töltkeppni á Melgerðismelum. Keppt verður í eftirfarandi flokkum: Tölt T1 Tölt T3 150 metra skeið 250 metra skeið 300 metra brokk 300 metra stökk Sunnudaginn 18. júní verður svo gæðingakeppni og úrtaka fyrir fjórðungsmót. Keppt í þessum flokkum: A – flokkur B – flokkur Ungmennaflokkur Unglingaflokkur Barnaflokkur …

Opið gæðingamót Funa 16. og 18. júní Read More »

Aðalfundur

Aðalfundur hestamannafélagsins Funa verður haldinn í Funaborg á Melgerðismelum föstudagskvöldið 13. mars nk. kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Nýjir félagar velkomnir. Kaffiveitingar. Stjórnin.

Landsmót 2020

Kæru félagsmenn!  Nú geta félagsmenn keypt vikupassa á Landsmót Hestamanna sem haldið verður á Hellu 6. – 12. júlí 2020 og styrkt um leið félagið okkar.  Með því að kaupa í forsölu í gegnum linkinn hér að neðan  renna 1.000 kr til hestamannafélagsins. Miðaverð í forsölu er aðeins 16.900 kr. https://tix.is/is/specialoffer/kdhojh7rtte4m Tökum höndum saman – styðjum félagið og …

Landsmót 2020 Read More »

Bæjakeppni Funa 2019

Bæjakeppni Funa var haldin á Jónsmessunni sl. mánudagskvöld. Dagana fyrir mót fóru sjálfboðaliðar um sveitina og buðu sveitungum að vera með gegn 2.000 kr. gjaldi. Móttökur og þátttaka sveitunga okkar var mjög góð og sýnir vel þann velvilja sem íbúar Eyjafjarðarsveitar hafa sýnt félaginu okkar og eiga fyrir það miklar þakkir frá okkur félagsmönnum. Alls …

Bæjakeppni Funa 2019 Read More »

Saman á Melunum í sumar

Hestamannafélögin Léttir og Funi hafa ákveðið að halda fjölskyldudaga á Melgerðismelum í sumar. Yfirskriftin verður: “Saman á Melunum.” Dagskráin er í mótun, en stefnt er að því að fara í félagsferð á vegum Ferðanefndar Léttis frá Kaupangsbökkum síðdegis á föstudeginum 26.  júlí og koma á Melgerðismela um kvöldið þar sem boðið verður upp á rjúkandi …

Saman á Melunum í sumar Read More »